Héraðsskólinn fær nýtt hlutverk

Nýtt félag, Héraðsskólinn ehf hefur tekið gamla héraðsskólahúsið á Laugarvatni að leigu frá ríkinu og hyggst koma þar á fót ferðaþjónustumiðstöð, með gistingu og veitingum ásamt annarri ferðaþjónustu.

Það eru þeir Sveinn Jakob Pálsson og Sverrir Steinn Sverrisson, báðir af höfuðborgarsvæðinu, sem standa að baki félaginu.

Að sögn Sveins er ráðgert að í húsinu verði gistiaðstaða fyrir um 120 manns, allt frá tveggja manna herbergjum upp í stærri herbergi með kojum. Þá verður létt veitinga- og kaffisala frá morgni til kvölds, auk þess sem í kjallaranum verður aðstaða til funda og fyrir veislur sem hægt verður að fá leigt.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu

Fyrri greinÚrslit dagsins: Hamar og KFR með sigra – Selfoss gerði jafntefli
Næsta greinLangholtskirkja 150 ára