Héraðsdómur Suðurlands stofnun ársins

Héraðsdómur Suðurlands bar sigur út býtum annað árið í röð í flokki minni stofnana þegar SFR kynnti niðurstöður úr könnuninni Stofnun ársins 2015.

Stofnanir ársins 2015 eru þrjár, hver í sínum stærðarflokki. Ríkisskattstjóri er sigurvegari í flokki stórra stofnana (50 starfsmenn eða fleiri), Menntaskólinn á Tröllaskaga er stofnun ársins í flokki meðalstórra stofnana (20-49 starfsmenn) og Héraðsdómur Suðurlands bar sigur út býtum annað árið í röð í flokki minni stofnana (starfsmenn eru færri en 20).

Í hverjum flokki hljóta efstu stofnanirnar sæmdarheitið Fyrirmyndarstofnun.

Í könnuninni eru mældir þættir á borð við ánægju og stolt, starfsanda, trúverðugleika stjórnenda, launakjör, sjálfstæði í starfi, vinnuskilyrði, sveigjanleika vinnu og ímynd stofnunar.

Fyrri greinGrýlupottahlaup 3/2015 – Úrslit
Næsta greinNála í Sögusetrinu á Hvolsvelli