Héraðsdómur Suðurlands í 2. sæti

Niðurstöður úr könnuninni Stofnun ársins 2013 voru kynntar í síðustu viku en þar varð Héraðsdómur Suðurlands í 2. sæti í flokki stofnana með færri en 20 starfsmenn.

Stofnanir ársins eru þrjár, hver í sínum stærðarflokki. Sérstakur saksóknari er sigurvegari þriðja árið í röð í flokki stórra stofnana með fleiri en 50 starfsmenn. Landmælingar er stofnun ársins í flokki meðalstórra stofnana þar sem starfsmenn eru 20-49 talsins og er þetta annað árið sem Landmælingar sigra í sínum flokki. Í flokki stofnana þar sem starfsmenn eru færri en 20 bar Sýslumaðurinn á Siglufirði sigur út býtum.

Sýslumaðurinn á Siglufirði fékk einkunnina 4,592 en Héraðsdómur Suðurlands kom skammt á eftir með 4,584.

Allir starfsmenn ríkisstofnana fengu senda könnunina en þar er meðal annars spurt út í trúverðugleika stjórnenda, starfsanda, launakjör og vinnuskilyrði.

Fyrri greinAlexandra Eir valin fimleikamaður ársins
Næsta greinÁrborgarar flengdir í Garðabæ