Héraðsþingi HSK frestað um einn dag

93. héraðsþing HSK, sem vera átti á Flúðum á morgun laugardag hefur verið frestað um einn dag. Þingið verður því haldið á Flúðum sunnudaginn 15. mars og hefst kl. 10:00.

Rétt til setu á þinginu eiga 124 fulltrúar frá 59 aðildarfélögum sambandsins.

„Rætt var við veðurfræðing áðan og sá sagði að það væri ekkert vit í að vera á ferðinni á morgun, miðað við spár. Meðalvindhraði hátt í 30 metra á sekúndu og slær í 50 metra í verstu hviðum,“ segir í tilkynningu frá HSK.

Þar kemur einnig fram að þegar hafi nokkuð margir afboðað komu sína á morgun og margir haft samband og spurt hvort þingi verði ekki frestað. Nú liggur sú ákvörðun fyrir.

Fyrri greinSelfoss semur við Whatley
Næsta greinTapaði skaðabótamáli um steypuskemmdir