Hér býr dugmikið fólk í góðu samfélagi

„Það leggst ákaflega vel í mig að starfa áfram sem sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Ég er búinn að starfa sem slíkur í tæplega hálft þriðja ár, þessi tími hefur verið mjög lærdómsríkur og skemmtilegur.

Starf sveitarstjóra er fjölbreytt og líflegt, en vissulega erilsamt á köflum. Ég hef borið gæfu til að starfa hér með góðu fólki. Íbúarnir í hreppnum hafa tekið mér og minni fjölskyldu eins vel og hugsast getur“, segir Kristófer Tómasson, sveitarstjóri Skeiða og Gnúpverjahrepps, sem hefur verið endurráðinn sveitarstjóri til næstu fjögurra ára.

Sjá viðtal við Kristófer í nýjasta tölublaði Sunnlenska

Fyrri greinÞórður í Skógum: Horft til baka um farinn veg
Næsta greinStrákarnir okkar: Jafnt í öllum leikjum