Herða eftirlitið vegna Bestu útihátíðarinnar

Lögreglan á Selfossi stöðvaði akstur tveggja ökumanna í gærkvöldi vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis.

Mennirnir sem eru á þrítugs- og fertugsaldri voru báðir stöðvaðir við reglubundið umferðareftirlit á Suðurlandsvegi. Eftirlit verður aukið um helgina á Suðurlandi vegna Bestu útihátíðarinnar sem haldin er á Hellu.

Í gær voru þrír ökumenn stöðvaðir við almennt umferðareftirlit vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Í einum bílnum fundust um 10 grömm af ætluðu fíkniefni og í öðrum fundust 20 grömm.

Fyrri greinÚr kartöflum í keramik
Næsta greinSöguskilti á Hvolsvelli