Henti lyfjum yfir girðinguna á Hrauninu

Eftir hádegi á laugardag tók fangavörður á Litla-Hrauni eftir því í eftirlitsmyndavél að maður fyrir utan girðingu kastaði böggli yfir girðinguna.

Maðurinn var einn á ferð en síðar sást þar sem hann var tekinn upp í bíl sem var ekið í vestur átt.

Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu stöðvuðu bílinn við Rauðavatn og handtóku manninn.

Í ljós kom að í bögglinum voru lyf en ekki fíkniefni.

Fyrri greinLaxárdalsbændur fengu Landbúnaðar-verðlaunin
Næsta greinSkrifað undir samninga vegna Landsmóts 50+ í Vík