Hellisheiðin og Þrengslin lokuð

Á Hellisheiði. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Styrmir Grétarsson

UPPFÆRT KL. 20:00: Búið að opna! Vegfarendur eru beðnir um að aka með gát.

—–

Búið er að loka Hellisheiði og Þrengslum vegna veðurs. Slæmt skyggni, akstursskilyrði og dimm él eru víða á Suðurlandi og því eru vegfarendur beðnir um að aka með gát.

Suðurstrandarvegur er opinn en þar er skafrenningur og hálka.

Hálka, hálkublettir eða snjóþekja eru á flestum leiðum og éljagangur. Þungfært er á Þingskálavegi.

Fyrri greinFréttir úr Sveitarfélaginu Árborg  
Næsta greinHvellurinn kostaði 90 milljónir króna