Hellisheiðin lokuð vegna umferðaróhapps

Búið er að loka Hellisheiði í óákveðinn tíma vegna umferðaróhapps.

Vegfarendum er beint um Þrengslaveg.

Í fréttum RÚV var greint frá því að flutningabíll hafi lent á víravegriði og er nú unnið að því að losa hann. Engin meiðsli urðu á fólki en ekki er vitað hversu langan tíma það tekur að losa bílinn.

UPPFÆRT KL. 15:07: Hellisheiði er opin aftur eftir stutta lokun.

Fyrri greinAron Emil þriðji á sterku móti í Hollandi
Næsta greinEldur í húsi í Sandvíkurhreppi