Hellisheiðin lokuð til austurs

Mynd úr safni. Ljósmynd/Hlaðbær Colas

Miðvikudaginn 24. ágúst stendur til að fræsa akrein til austurs á Hellisheiði, frá slaufu við Þrengslaveg í átt að Skíðaskálanum í Hveradölum.

Þjóðvegur 1 yfir Hellisheiði verður því lokaður til austurs og umferð beint um hjáleið um Þrengsli. Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 6:00 til kl. 20:00.

Fyrri greinKFR spilar í 5. deild að ári
Næsta greinPílukastfélagið endurvakið