Hellisheiðin lokuð til vesturs

Í dag verður unnið við vegrið og undirbúning fyrir malbikun á Hellisheiði og verður vegurinn lokaður til vesturs til klukkan 20 í kvöld.

Til stóð að malbika báðar akreinar í dag á kaflanum milli Hveragerðis og Hellisheiðarvirkjunar en vegna óhagstæðra veðurskilyrða var hætt við það.

Opið er fyrir umferð til austurs en lokað verður til vestur til kl. 20:00.

UPPFÆRT 10:33

Fyrri greinFimleikastelpur frá Heklu æfðu í Svíþjóð
Næsta greinForsætisráðherra heimsótti Ölfus