Hellisheiðin lokuð hluta úr degi

Á Hellisheiði. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Á morgun, miðvikudaginn 29. nóvember, verður Hellisheiðin lokuð tímabundið vegna malbiksviðgerða.

Heiðin verður lokuð í austurátt á milli klukkan 9 og 12 og í vesturátt á milli klukkan 10 og 14.

Á meðan á viðgerðum stendur verður umferð beint um Þrengslaveg og Þorlákshafnarveg.

Fyrri greinFrábær fimleikahelgi að baki á Selfossi
Næsta greinAðventukvöld í verslun Líflands á Selfossi