Hellisheiðin lokuð – flestir vegir á óvissustigi

Hjálparsveit skáta í Hveragerði við lokunarpóst hjá hringtorginu við Hveragerði. Ljósmynd/Landsbjörg

Búið er að loka Hellisheiðinni og fjölmargir vegir á Suðurlandi hafa verið settir á óvissustig. Nýjar upplýsingar um opnun á Heiðinni munu berast klukkan 23 í kvöld.

Þrengslin eru á óvissustigi og óvissustig tekur gildi á Lyngdalsheiði, Suðurstrandarvegi og Árborgarhringnum klukkan 19 í kvöld. Suðurlandsvegur milli Markarfljóts og Víkur er á óvissustigi frá klukkan 16 í dag.

Nú á fjórða tímanum er þæfingsfærð á Sandskeiði og Þingvallavegi við Grafning. Þungfært er á Mosfellsheiði en hálka í Þrengslum.

UPPFÆRT KL. 17:00: Þrengslavegi, Mosfellsheiði, Lyngdalsheiði og hluta Þingvallavegar var lokað á fimmta tímanum.

Fyrri greinFámennisáætlanir virkjaðar í leikskólum
Næsta greinLægðin í beinni