Hellisheiðin lokuð

Hjálparsveit skáta í Hveragerði við lokunarpóst hjá hringtorginu við Hveragerði. Ljósmynd/Landsbjörg

Suðurlandsvegi milli Selfoss og Hveragerðis var lokað laust eftir klukkan 1 í nótt vegna skafrennings og blindu. Um klukkan hálf tvö var svo veginum yfir Hellisheiði lokað.

Mosfellsheiðin er einnig lokuð, og ófært er um Grafning.

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni má búast við að Þrengslin og Suðurstrandarvegur geti lokast með stuttum fyrirvara.

Þessar veglokanir gætu varað fram í á mánudagskvöld.

Fyrri grein„Við erum ótrúlega spennt“
Næsta greinKlisjukennd fjárhagsáætlun Sjálfstæðisflokksins í Árborg