Hellisheiði og Þrengslin lokuð

Á Hellisheiði. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Styrmir Grétarsson

Búið er að loka veginum yfir Hellisheiði sem og Þrengslavegi vegna blindhríðar. Þá er sérstaklega slæmt skyggni í Svínahrauni og á Sandskeiði.

Uppfært kl. 11:24: Hellisheiði og Þrengsli eru ennþá lokuð og verða það áfram þar til veðrið gengur niður. Víða í Ölfusi, Flóa og uppsveitum Árnessýslu eru vegir ýmist ófærir eða þæfingsfærð um þá.

Fyrri greinJose skoraði 60 stig – Hamar og Selfoss sigruðu
Næsta greinMesti snjórinn á Selfossi