Hellisheiði og Þrengsli lokuð

Á Hellisheiði. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Styrmir Grétarsson

UPPFÆRT KL. 21:00 Búið er að opna Hellisheiði og Þrengsli að nýju en þar er mjög hált og mjög blint á köflum og sömuleiðis á Sandskeiði líka.

—–

Búið er að loka Hellisheiði og Þrengslum vegna veðurs. Á Heiðinni er skafrenningur og 18 metrar á sekúndu og hviður allt að 24 m/sek.

Enn er lokað milli Markarfljóts og Víkur og einnig frá Lómagnúpi að Jökulsárlóni.

Fréttin verður uppfærð.

Fyrri greinSkoraði með sinni fyrstu snertingu
Næsta greinFjórða sorptunnan, miðbærinn og rekstur Árborgar