Hellisheiði og Þrengsli lokuð

Hjálparsveit skáta í Hveragerði stendur/situr vaktina við hringtorgið og lokar upp á Hellisheiði. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

UPPFÆRT kl. 23:20: Búið er að opna Hellisheiði og Þrengsli.

Vegagerðin hefur lokað Suðurlandsvegi yfir Hellisheiði og einnig Þrengslavegi og Sandskeiði vegna veðurs.

Á Heiðinni er nú snarvitlaust veður, 24 m/sek og allt að 30 m/sek í hviðum.

Suðurstrandarvegur er opinn en þar er krapi á veginum.

Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði eru ennþá opnar en óvissustig er á Lyngdalsheiði til klukkan 22 í kvöld og gæti komið til lokana með stuttum fyrirvara.

Fréttin verður uppfærð.

Fyrri greinMarkaskorarinn áfram í uppsveitunum
Næsta greinHeimamenn harðari í seinni hálfleik