Hellisheiði og Þrengsli lokuð

Á Hellisheiði. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Styrmir Grétarsson

Blindbylur er nú skollinn á víða á Suðurlandi og hefur Hellisheiði og Þrengslum verið lokað.

Ekki er ljóst hvenær opnað verður aftur en vegirnir eru á óvissustigi vegna veðurs til klukkan 7 í fyrramálið.

Þá er sömuleiðis búið að loka Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði og efri hluta Þingvallavegar.

Fyrr í dag var Þjóðvegi 1 lokað milli Markarfljóts og Víkur en nú er lokað alveg austur að Kirkjubæjarklaustri. Einnig um Skeiðarársand og Öræfi allt austur að Jökulsárlóni.

Fyrri greinFjórir Hamarsmenn í úrvalsliðinu
Næsta greinBjörn Jóel kom heim með gull