Hellisheiði og Þrengsli lokuð

Á Hellisheiði. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Styrmir Grétarsson

UPPFÆRT KL. 12:51: Búið er að opna Suðurstrandarveg, en hann er þungfær og enn er unnið að mokstri.

UPPFÆRT KL. 11:38: Hellisheiði og Þrengsli eru opin og búið er að opna milli Markarfljóts og Víkur.

UPPFÆRT KL. 10:59: Búið er að opna Hellisheiði og Þrengsli fyrir umferð í vesturátt.

Hellisheiði og Þrengslum hefur verið lokað eftir að bílar lentu í vandræðum vegna færðar á Sandskeiðinu.

Þá er Suðurstrandarvegur einnig lokaður vegna snjóa og ennþá er lokað milli Markarfljóts og Kirkjubæjarklausturs.

Nýjar upplýsingar um opnun milli Markarfljóts og Víkur verða gefnar kl. 10:00 og milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs verða nýjar upplýsingar gefnar kl. 11:00.

Fyrri greinTvö hús á Höfðabrekku rýmd vegna snjóflóðahættu
Næsta greinEkta Vínartónleikar í Hvolnum