Hellisheiði lokuð – Búið að opna

Hellisheiði var opnuð um klukkan hálf tíu í morgun en þá hafði hún verið lokuð vegna óveðurs frá því laust eftir miðnætti.

Þrengslum og Sandskeiði var einnig lokað í nótt en þar opnaði aftur um klukkan 6:30 í morgun.

Hálka er í uppsveitum Árnessýslu og austar eru hálkublettir eða snjóþekja á flestum leiðum.

Fyrri greinSebastian meistari í fimmtarþraut
Næsta greinFasteignamarkaðurinn svipaður og í janúar í fyrra