Búið að opna Hellisheiði

Hellisheiði var lokuð til vesturs síðdegis í dag vegna slyss í Hveradölum. Um minniháttar óhapp var að ræða.

Klukkan 18:00 var búið að opna veginn aftur, en þar er snjóþekja og skafrenningur. Hálka eða hálkublettir eru á flestum öðrum leiðum á Suðurlandi.

Umferð var beint um Þrengsli á meðan viðbragðsaðilar athöfnuðu sig á vettvangi og ökutækin voru fjarlægð.

UPPFÆRT 18:13

Fyrri greinSkíðagöngubrautir lagðar á Svarfhólsvelli
Næsta greinDagur Fannar setti tvö héraðsmet í 60 m hlaupi