Hellisheiði lokuð vegna malbikunar

Í kvöld og í nótt verður Þjóðvegur 1 malbikaður við Hellisheiðarvirkjun. Veginum yfir Hellisheiði verður lokað í báðar áttir á meðan framkvæmdum stendur og umferðin send hjáleið um Þrengslaveg.

Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 17 í dag til kl. 5 aðfaranótt föstudagsins 22. ágúst.

Fyrri greinNaumt tap í spennuleik
Næsta greinFestist í aurbleytu utan vegar