Hellisheiði lokuð til vesturs á morgun

Mynd úr safni. Ljósmynd/Vegagerðin

Miðvikudaginn 23. júlí frá kl. 09:00 til 16:00 er stefnt á að malbika Suðurlandsveg frá hringtorginu hjá Hveragerði að Kömbum.

Hellisheiði verður lokað til vesturs meðan á framkvæmdum stendur og umferð beint um Þrengslaveg.

Viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp og eru vegfarendur beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.

Fyrri greinThe Codfather hittir í mark
Næsta greinEinn alvarlega slasaður eftir aftanákeyrslu í Kömbunum