Hellisheiði lokuð til austurs

Í kvöld, miðvikudaginn 7. ágúst og aðfaranótt fimmtudagsins 8. ágúst er stefnt að malbiksviðgerðum á Hellisheiði í austurátt.

Vegurinn verður lokaður til austurs á meðan og verður umferð beint um Þrengslaveg.

Áætlað er að vinna standi yfir frá kl. 21:00 til kl. 7:00.

Fyrri greinSýningarstjóraspjall og leiðsögn með Kristínu
Næsta greinDíana ráðin forstjóri HSu