Vegurinn yfir Hellisheiði er lokaður til austurs og verður það í ótilgreindan tíma á meðan brak er hreinsað af veginum og víravegrið lagfært eftir umferðaróhapp.
Svartaþoka er á Hellisheiði en á meðan á lokuninni stendur verður umferð beint um Þrengslaveg.