Hellisheiði lokuð til austurs

Mynd úr safni. Ljósmynd/Hlaðbær Colas

Í dag á að malbika kafla á Þjóðvegi 1 á Hellisheiði og er heiðin því lokuð til austurs. Hjáleið er um Þrengslaveg.

Áætlað er að framkvæmdirnar standi til kl. 21 í kvöld.

Fyrri greinListrænar Þykkvabæjarvalkyrjur með sýningu í nýja Hlöðueldhúsinu
Næsta greinHef aldrei verið harðákveðin með neitt