Hellisheiði lokað til austurs vegna umferðarslyss

Vettvangur slyssins í Kömbum á föstudag. Mynd/Vegagerðin

Uppfært kl. 16:05: Byrjað er að hleypa umferð til austurs um Kamba á ný. Þar er enn unnið að hreinsun og einungis önnur akrein opin að sinni. Lögreglan biður ökumenn að fara varlega á vettvangi og inn í helgina.


ELDRI FRÉTT:

Lögregla og aðrir viðbragðsaðilar eru nú við vinnu á vettvangi umferðarslyss á Suðurlandsvegi í Kömbum.

 

Þar fipaðist ökumanni bifhjóls en fyrstu fréttir frá lögreglu herma að maðurinn sé uppistandandi.

Suðurlandsvegi hefur verið lokað við Þrengsli fyrir umferð til austurs á meðan vettvangsvinnu er sinnt. Nánar um opnun þegar hlutirnir fara að skýrast.

Fyrri greinSápuverksmiðja í Hveragerði
Næsta greinÁrborg að dragast aftur úr