Hellisheiðin lokuð

Lokað er um Hellisheiði en batnandi veðurhorfur eru fyrir seinnipart dags. Opið er um Þrengslaveg en snjóþekja og skafrenningur er á Sandsskeiði og í Þrengslum.

Ökumenn hafa verið að lenda í vandræðum á Hellisheiði í dag og m.a. fest bíla sína í Hveradalabrekku.

Það er hálka og snjóþekja á Suðurlandi en hálkublettir og hálka á Suðvesturlandi. Flughált er undir Eyjafjöllum og að Vík.

Vaxandi suðaustanátt og slydda og rigning eftir hádegi. Búast má við hríðarveðri á fjallvegum s.s Hellisheiði en slyddu seinnipartinn. Hlýnandi veður og fer að rigna víðast hvar á láglendi síðdegis.

Rignir fram á kvöld en þá snýst í hægari suðvestanátt með kólnandi veðri og ísingarhætta mikil.

Fyrri greinDregið í jólahappdrætti unglingaráðs
Næsta greinBúið að opna Hellisheiði