Hellisheiði opnuð aftur

Búið er að opna Þjóðveg 1 yfir Hellisheiði, sem og Þrengslin. Mosfellsheiði er lokuð.

Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Suðurlandi er víða mjög hált á vegum og hvassviðri og ekkert ferðaveður. Krapi og stórhríð er á Hellisheiði og Þrengslum, krapi eða hálkublettir og éljagangur er á flestum leiðum á Suðurlandi.

Mjög djúp lægð hefur legið skammt vestur af landinu og sunnan lægðarmiðjunnar er vindstrengur með vestan stormi sem kom inn á landið um miðjan dag. Reiknað er með hríðarveðri og litlu skyggni á fjallvegum fram á kvöld.

Á Suðausturlandi er hálka eða hálkublettir og éljagangur.

UPPFÆRT KL. 16:16

UPPFÆRT KL. 17:50: Þrengslin hafa verið opnuð aftur.

UPPFÆRT KL. 18:31: Hellisheiði hefur verið opnuð.

Fyrri greinForstjórinn eldar fyrir starfsfólkið
Næsta greinMinniháttar meiðsli á fólki eftir að rúta valt á Þingvallavegi