Hellisheiðin lokuð – Búið að opna

Opið er um Sandskeið, Hellisheiði og Þrengsli. Lyngdalsheiði er lokuð.

Á Suðvestur- og Suðurlandi er hálka, snjóþekja og skafrenningur á flestum leiðum. Ófært er í Landeyjum. Flughált er á milli Þorlákshafnar, Eyrarbakka, Stokkseyrar og Selfoss.

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir Suðurland og Suð-Austurland sem gildir fram yfir hádegi.

Spáð er austan og norðaustan ofsaveðri á Suðurlandi frá Hvolsvelli austur í Öræfi. 20-30 m/s og hviður allt að 40-50 m/s ma. undir Eyjafjöllum. Blotnar við þessar aðstæður og þá með flughálku.

UPPFÆRT KL. 21:52: Opið er um Sandskeið, Hellisheiði og Þrengsli. Suðurstrandarvegur er opinn. Opið er á milli Hveragerðis og Selfoss. Búið er að opna veginn frá Hvolsvelli og austurúr. Opið er á Mosfellsheiði. Opið er á Biskupstungnabraut frá Selfossi að Laugarvatni og upp að Gullfoss.