Hellisheiði opnuð aftur

Veður á Sandskeiði og Hellisheiði er heldur að skána og búið er að opna heiðina. Þar er þó ennþá hríðarveður. Skafrenningur er bæði á Sandskeiði og í Þrengslum.

Kl. 21:39: Hellisheiði hefur verið opnuð aftur.

Kl. 19:41: Hellisheiði hefur verið lokað tímabundið, en Þrengslin eru opin.

Hríðarveður sem nær hámarki snemma kvöld á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði mun ganga niður skömmu fyrir miðnætti.

Kl. 17:32: Það er snjóþekja á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum, og skafrenningur á svæðinu. Snjóþekja er einnig á Mosfellsheiði og skafrenningur. Á Suðurlandi er annars hálka og hálkublettir, einkum á útvegum.

Kl. 14:11: Hálkublettir eru á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum. Þæfingur og skafrenningur er á Mosfellsheiði. Á Suðurlandi er hálka og hálkublettir.

Kl. 12:28: Hálkublettir eru á Hellisheiði og í Þrengslum. Hringvegurinn er auður á Suðurlandi en sums staðar er nokkur hálka eða hálkublettir á öðrum vegum.

UPPFÆRT KL. 21:39

Fyrri greinHríssúkkulaði
Næsta greinIngólfur ráðinn landsliðsþjálfari