Hellisheiði lokuð vegna umferðarslyss – Búið að opna

Hellisheiði er nú lokuð vegna umferðarslyss sem varð þar um klukkan 11:30 í morgun. Flutningabíll þverar veginn og verið er að flytja ökumann á sjúkrahús.

Ökumönnum er bent á að fara Þrengslaveg.

UPPFÆRT KL. 16:00: Vegurinn hefur verið opnaður á nýjan leik. Hálkublettir eru á Hellisheiði og Þrengslum eins eru hálkublettir á Lyngdalsheiði og undir Eyjafjöllum annars er að mestu greiðfært á Suðurlandi.

Fyrri grein„Get ekki annað en hrósað strákunum“
Næsta greinHvernig líður börnunum okkar?