Hellisheiði lokuð til vesturs í dag

Í dag, miðvikudag, verður unnið við viðgerðir á Hellisheiði milli Kamba og Þrengslavegar. Lokað verður fyrir umferð til Reykjavíkur um Hellisheiði við Hveragerði og umferð beint um Þrengsli.

Vinnan fer fram frá kl. 9:00 – 14:00.

Seinna í dag verður unnið við viðgerðir á ytri akrein milli Lögbergsbrekku og Bláfallaafleggjara. Þrengt verður að umferð við vinnusvæðin og umferð stýrt framhjá ef þarf á meðan framkvæmdum stendur. Vinnan fer fram frá kl. 14:00 og fram eftir degi.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.

Fyrri greinSegja ökumenn í stórhættu á Laugarvatnsvegi
Næsta greinÞegar einn úr hópnum greinist