Hellisheiði lokað milli kl. 9:00 og 18:00

Vegna slæmrar veðurspár á morgun, föstudag, býst Vegagerðin við að þjóðvegi 1 yfir Hellisheiði verði lokað kl. 9:00 til 18:00.

Einnig er fyrirhugað að loka Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði kl. 11:00 til 18:00.

Samkvæmt veðurspá má búast við að færð spillist mjög víða á morgun og ekkert ferðaveður verði á landinu.

Í fyrramálið er reiknað með snjókomu á Hellisheiði og Mosfellsheiði. Kóf og versnandi skyggni á milli kl. 8 og 9. Eins á Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði. Hvessir austur undir Eyjafjöllum og í Mýrdal um og upp úr kl. 11 og fljótlega hviður þar allt að 40-50 m/s í A-áttinni.

TENGDAR FRÉTTIR:
Varað við mjög slæmu veðri