Hellisheiði lokað frá kl. 15:00

Vegagerðin áætlar að loka veginum um Hellisheiði ásamt fleiri leiðum frá klukkan 15 í dag en Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun vegna djúprar lægðar sem er að koma upp að landinu.

Einnig verður hringveginum lokað frá Markarfljóti að Vík og sömuleiðis Þingvallavegi og Mosfellsheiði, ásamt þjóðveginum um Kjalarnes og Hafnarfjall.

Spáð er suðaustanstormi eða -roki með vindhraða á bilinu 20 til 28 m/s og hviður yfir 40 m/s með talsverðri rigningu á láglendi, en slyddu eða jafnvel snjókomu á Hellisheiði og Mosfellsheiði. Búast má við samgöngutruflunum, einkum undir Eyjafjöllum og á heiðum.

Fólki er einnig bent á að ganga frá lausum munum en veðrinu fylgir einnig mikil rigning eða slydda.

Blast má við hríð og slæmu skyggni á Hellisheiði, Þrengslum og á Mosfellsheiði á milli kl. 16 og 18 í dag, en síðan hlánar.

Fyrri greinÖruggt hjá Selfyssingum á Nesinu
Næsta greinGjábakkavegi lokað – Viðvaranir gilda áfram