Hellisheiði hugsanlega lokað kl. 9:00

Gangi veðurspá eftir mun Vegagerðin lýsa yfir óvissustigi á þjóðvegi 1 frá Hvolsvelli og austur á Höfn í Hornafirði, frá því kl. 4 í fyrramálið og fram að hádegi. Miklar líkur eru á því að loka þurfi vegum á þessu tímabili.

Samkvæmt áætlun Vegagerðarinnar um hugsanlegar lokanir er líklegt að Hellisheiði, Mosfellsheiði og vegum í uppsveitum Árnessýslu verði lokað kl. 9:00 í fyrramálið.

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir Suðurland og Suðausturland milli kl. 05:00 og 13:00 á morgun.

Í fyrramálið er spáð A og NA ofsaveðri á Suðurlandi frá Hvolsvelli austur í Öræfi. 20-30 m/s og hviður allt að 40-50 m/s ma. undir Eyjafjöllum. Blotnar við þessar aðstæður og þá með flughálku. Hvasst einnig og skafrenningur í fyrramálið frá kl. 6 á Hellisheiði og í uppsveitum Árnessýslu.

Fyrri greinHáspennuleikur á Selfossi
Næsta greinHellisheiðin lokuð – Búið að opna