Helgi sækist eftir 1. sætinu

Helgi Sigurður Haraldsson. Ljósmynd/Aðsend

Helgi Sigurður Haraldsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar og oddviti B-listans, hefur ákveðið að sækjast eftir stuðningi til að leiða lista Framsóknarflokksins í Árborgí komandi prófkjöri sem fram fer þann 12.mars næstkomandi.

Helgi hefur verið bæjarfulltrúi í Árborg undanfarin tólf ár og undanfarin fjögur ár verið forseti bæjarstjórnar. Einnig hefur hann tekið þátt í fjölmörgum samstarfsnefndum á vegum sveitarfélagsins.

„Á undanförnum árum hefur Sveitarfélagið Árborg stækkað gríðarlega, mikil uppbygging hefur átt sér stað og mikil fjölgun íbúa. Það hafa verið miklar áskoranir á þessumárum að tryggja öllum góða þjónustu og skipulag uppbyggingarinnar. Ég hef haft brennandi áhuga á því að taka þátt í þeirri vinnu og hef mikinn áhuga á að fá tækifæri til að halda því áfram næstu árin. Ég vil tryggja áfram Sveitarfélagið Árborg sem góðan búsetukost og að allir íbúar finni að þar er gott að eiga heima,“ segir Helgi í tilkynningu sem hann sendi frá sér í morgun.

Fyrri greinÓmar bestur og Ísland vann riðilinn
Næsta greinMörgum leikjum frestað