Helgi ráðinn framkvæmdastjóri Framsóknar

Helgi Héðinsson. Ljósmynd/Framsókn

Selfyssingurinn Helgi Héðinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Framsóknar og hóf hann störf í gær.

Helgi er með meistaragráðu í stjórnun, meistaragráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum og BSc í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, en Helgi sinnti einnig stundakennslu við Háskóla Íslands um árabil samhliða námi. Helgi hefur mikla reynslu af rekstri og stjórnun fyrirtækja ásamt því að hafa setið í ýmsum stjórnun bæði sem aðalmaður og stjórnarformaður. Einnig hefur Helgi víðtæka reynslu á sveitarstjórnarstiginu sem sveitarstjórnarfulltrúi, oddviti og sem sveitarstjóri Skútustaðahrepps.

Helgi er fyrsti varaþingmaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi og hefur tvisvar tekið sæti á Alþingi á núverandi kjörtímabili.

Helgi ólst upp á Geiteyjarströnd við Mývatn en flutti á Selfoss tíu ára gamall. Hann er 34 ára og er trúlofaður Rannveigu Ólafsdóttur, lögfræðingi. Saman eiga þau tvö börn.

Fyrri greinUMFÍ hættir rekstri ungmennabúðanna á Laugarvatni
Næsta greinVel heppnað íslenskunámskeið fyrir foreldra barna með fjölmenningarlegan bakgrunn