Helgi leiðir T-listann

Helgi Kjartansson, íþróttakennari, leiðir T-listann í Bláskógabyggð í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Þetta er í þriðja sinn sem T-listinn býður fram í Bláskógabyggð en listinn hefur nú þrjá fulltrúa af sjö. Mikil endurnýjun hefur átt sér stað á framboðslistanum frá síðustu kosningum ásamt breytingu á stefnuskrá. Núverandi fulltrúar listans í sveitarstjórn, Jóhannes Sveinbjörnsson og Drífa Kristjánsdóttir skipa 2. og 4. sæti og Kjartan Lárusson er í því fimmta.

Að sögn Helga Kjartanssonar eru helstu baráttumál listans aukið íbúalýðræði, gegnsæi í stjórnsýslunni og ábyrg fjármálastjórnun. “T-listinn telur mikinn kraft búa í íbúum sveitarfélagsins og vilja frambjóðendur listans virkja þann kraft og efla með góðu samstarfi,” segir Helgi.

Frambjóðendur T – listans eru:
1. Helgi Kjartansson, íþróttakennari
2. Jóhannes Sveinbjörnsson, bóndi
3. Valgerður Sævarsdóttir, bókasafns- og uppl.fræðingur
4. Drífa Kristjánsdóttir, kennari
5. Kjartan Lárusson, bóndi
6. Ingibjörg Sigurjónsdóttir, garðyrkjubóndi
7. Lára Hreinsdóttir, kennari
8. Sigrún Elfa Reynisdóttir, leikskólakennari og garðyrkjubóndi
9. Pálmi Hilmarsson, húsbóndi á heimavist ML
10. Svava Kristjánsdóttir, veitingamaður
11. Jón Þór Ragnarsson, bifvélavirki
12. Eyvindur Magnús Jónasson, bóndi
13. Halldór Kristjánsson, bóndi
13. Gunnar Ingvarsson, bóndi