Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu á Selfossi var kallað út um klukkan 20 í gærkvöldi eftir að eldur kviknaði í ruslageymslu í fjölbýlishúsi við Eyraveg á Selfossi.
„Það vildi svo vel til að helgarbakvaktin hjá okkur var á leið á æfingu, þannig að þeir voru mjög fljótir á staðinn og það kom í veg fyrir meira tjón. Það urðu reykskemmdir á húsnæðinu en annars slapp þetta vel,“ sagði Lárus Kristinn Guðmundsson, varaslökkviliðsstjóri, í samtali við sunnlenska.is.