Helga María ráðin bæjarritari

Helga María Pálsdóttir, lögfræðingur, hefur verið ráðin bæjarritari Sveitarfélagsins Árborgar.

Helga María hefur lokið MSc gráðu í stjórnun og LL.M gráðu í evrópskum viðskiptarétti frá Lunds Universitet, MA prófi og BA prófi í lögfræði frá Háskóla Íslands og hefur að auki málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi.

Helga María starfar sem lögfræðingur hjá Fjölmiðlanefnd. Á árunum 2011-2016 starfaði hún sem löglærður fulltrúi hjá Mandat lögmannsstofu og þar áður hjá Slitastjórn LBI, sýslumanninum í Kópavogi og Mannréttindastofnun. Þá hefur hún verið aðstoðarkennari í samningarétti við lagadeild við Háskóla Íslands samhliða námi og starfað á sumrin sem hótel- og gæðastjóri hjá Fosshótelum.

Helga María mun hefja störf síðari hluta marsmánaðar. Fyrst um sinn mun hún verða með hléum til skiptis í Árborg og í Svíþjóð, en mun flytjast búferlum í sveitarfélagið í sumar.

Fyrri greinGönguhópar og drónar við leit í dag
Næsta greinLeit hætt við Ölfusá