Héldu sáttafund með sambýlisfólki

Á föstudaginn langa var lögregla kölluð til vegna heimilisofbeldis á heimili í Rangárvallasýslu. Karlmaður hafði ráðist á sambýliskonu sína sem hlaut af því minni háttar áverka.

Maðurinn var handtekinn og yfirheyrður og málið var unnið eftir verklagi sem lögregla hefur sett upp.

Í því felst meðal annars að haldinn er sáttafundur með aðilum máls sem gert var í þessu tilviki. Að því komu ásamt lögreglu verjandi, réttargæslumaður og fulltrúi félagsmálayfirvalda.

Eftirfylgniaðilar munu að viku liðinni fara yfir stöðuna með sambýlisfólkinu.

Fyrri greinNafn drengsins sem lést
Næsta greinStraumlaust í Mýrdalnum