Heklukot orðinn Heilsuleikskóli

Vorhátíð leikskólans leikskólans Heklukots á Hellu var haldin síðastliðinn laugardag. Við það tilefni fékk skólinn viðurkenningu Heilsuleikskólans.

Unnið hefur verið að því um nokkurt skeið að ná þeim markmiðum sem Heilsuleikskólinn setur, t.d. með heilsusamlegum matseðli og hollri hreyfingu. Sigríður Birna, fyrrverandi leikskólastjóri, var heiðursgestur en hún kom verkefninu á fót.

Börnum, foreldrum og gestum var boðið upp á pylsur og ávaxtadrykki og tókst hátíðin vel.
Fyrri greinGuðmundur til Mors-Thy
Næsta greinBræðurnir gerðu það gott á Evrópumótinu