Hekla í beinni á netinu

Míla hefur sett upp nýja vefmyndavél sem sýnir Heklu. Með tilkomu hennar verður hægt að fylgjast með hugsanlegum hræringum í fjallinu.

Þar með eru vefmyndavélar Mílu orðnar alls níu, flestar á Suðurlandi.

Fyrsta vefmyndavél Mílu var sett upp í tengslum við eldgosið á Fimmvörðuhálsi og Eyjafjallajökli. Síðan þá hefur fyrirtækið sett upp fleiri vélar, flestar á vinsælum ferðamannastöðum á Suðurlandi.

Núna eru m.a. vélar á Gullfossi og Geysi og einnig eru vélar sem sýna Kötlu og Eyjafjallajökul.

Hekla í beinni

Fyrri greinJón Daði í U21 landsliðið
Næsta greinBarnadagskrá í Sunnlenska bókakaffinu