Heitavatnslaust norðan Ölfusár

Suðurlandsvegur við Arnberg á Selfossi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Vegna tengingar á nýrri stofnlögn hjá Selfossveitum verður heitavatnslaust í þjónustu og iðnaðarhverfinu fyrir norðan Ölfusárbrú í kvöld, mánudaginn 13.maí eftir klukkan 18:00.

Selfossveitur biðjast velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda en hleypt verður á lögnina eins fljótt og hægt er.

Heitavatnslaust verður innan bláa hringsins.
Fyrri greinGrýlupottahlaup 5/2019 – Úrslit
Næsta greinFyrsti hluti fjölnota húss tilbúinn í ágúst 2021