Heitavatnslaust í Ölfusinu – viðgerð lokið

Bilun kom í ljós í dælubúnaði hitaveitu Orkuveitu Reykjavíkur í Þorlákshöfn og Ölfusi í rafmagnsleysisins í nótt þegar gert var við biluðu raflínuna í Ljósafosstöð.

Í tilkynningu frá OR kemur fram að af þessum sökum sé enn hitavatnslaust á þessu svæði en starfsmenn Orkuveitunnar vinni að viðgerð.

„Ekki er ljóst hvenær henni lýkur en það mun taka rúma klukkustund að koma á fullum þrýstingi eftir að dælur komast í gang,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

Uppfært kl. 11:15 Búið er að koma dælubúnaði í hitaveitunni í Þorlákshöfn og Ölfusi af stað að nýju og vatn ætti að vera komið á innan stundar.

Fyrri greinÞórsurum velt úr toppsætinu
Næsta greinFrumsýningarveisla Jóns Daða