Heitavatnslaust í hluta Selfossbæjar

Á morgun, þriðjudaginn 24. júní, má búast við að heitavatnslaust verði í hluta Selfossbæjar fram eftir degi.

Unnið verður að viðgerð á hitaveitunni og má búast við truflun á rekstri hennar á meðan á viðgerðinni stendur.

Á miðvikudag verður Engjavegur lokaður við gatnamótin Langholt/Engjavegur vegna framkvæmda á stofnlögn. Á fimmtudag verður síðan Furugrund lokuð við Langholt vegna sömu framkvæmda.

Fyrri grein„Sterkasta landsmót sem haldið hefur verið“
Næsta greinSundlaugin opin fram á nótt