Heita vatnið í Árborg hækkar

Framkvæmda- og veitustjórn Árborgar leggur það til að gjaldskrá hitaveitu Selfossveitna hækki um 3,9% um næstu áramót.

Stjórnin samþykkti þetta á fundi sínum á þriðjudag.

Í fundargerð stjórnarinnar kemur fram að með hækkuninni fylgi gjaldskráin almennum verðlagsbreytingum.