Heimsótti Fischersetrið á Selfossi

Í gær kom Maung Maung Lwin, forseti skáksambands Myanmar í Asíu og varaforseti og gjaldkeri ASEAN eða Skáksambands Suðaustur Asíu í heimsókn á Selfoss.

Hann heimsótti gröf Bobby Fischer í Laugardælakirkjugarði og kom svo í Fischersetrið á Selfossi.

Lwin sagðist bera mikla virðingu fyrir skákmanninum Bobby Fischer og sagðist hann muna vel eftir heimsmeistareinvíginu í skák í Reykjavík 1972 milli Boris Spassky og Bobby Fischer, en þá hafi hann verið 11 ára.

Áður en Lwin kom til Íslands hafði hann verið á Ólympíuskákmótinu í Noregi og ákvað hann að nýta ferðina og heimsækja Ísland, koma að gröf Fischers og sjá safnið um meistarann.

Fyrri greinÓvissustig vegna Bárðarbungu
Næsta greinDeila um kostnað við ljósleiðara utan þéttbýlis