Heimsóknarvinanámskeið á Selfossi

Skrifstofa Rauða krossins á Selfossi. Ljósmynd/ja.is

Heimsóknarvinanámskeið verður haldið fimmtudaginn 20. febrúar næstkomandi kl. 18:00 í húsnæði Rauða krossins að Eyravegi 23 á Selfossi.

Hlutverk heimsóknarvinar er fyrst og fremst að veita félagsskap, nærveru og hlýju. Hvað er gert fer allt eftir óskum gestgjafa.

Margir kjósa að spjalla, lesa, hlusta á tónlist, spila, tefla eða föndra, fara í gönguferðir eða á kaffihús svo eitthvað sé nefnt.

Hver heimsókn er hugsuð eina klukkustund á viku og er fyrir fólk á öllum aldri.

Ef þú hefur áhuga á að kynna þér heimsóknarvinaheimsóknir endilega skráðu þig hér.

Fyrri greinÖruggur sigur Selfyssinga
Næsta greinÁslaug Dóra bar fyrirliðabandið og skoraði